BuiltWithNOF
Skíðagöngunámskeið á Ísafirði

Helgina 7-9 des var farið á skíðagöngunámskeið á Ísafirði. Ástæðan er að nú er stefnan tekin á Vsagönguna 2. mars 2008. Með mér voru þeir heiðursmenn og Vasakappar Magnús Björnsson og Skarphéðinn Óskarsson og gistum við á Gógustöðum. Magnús og Skarphéðinn hafa tvisvar farið í Vasagönguna. Ekki ónýtt að hafa slíka reynslubolta með sér þegar maður hættir sér út í svoleiðis dæmi.  Æft var tvisvar á dag í rjómablíðu uppi á dal. Öll aðstaða, kennsla og skipulag á námskeiðinu var til fyrirmyndar og eiga skipuleggjenurnir Bobbi og Heimir þakkir skilið. Hér eru svo nokkrar myndir sem teknar voru.

Séð upp á Dal frá Góustöðum. Sólarrönd á fjallstoppnum um kl. 12 á hádegi

Séð út fjörðinn

Kitti að kenna áfurðarfræðina

Áhugasamir nemendur

Bara æði

Hresst fólk

Teyjur og aftur teyjur

Í betri stofunni á Góustöðum. Magnús, Skarphéðinn og Svenni

Þarfasti þjónninn. Fengin að láni hjá Magna bróður

[Tómstund.net] [Fjölskyldan] [Ferðalög] [Vefsíður] [GPS dótakassinn]