BuiltWithNOF
Reykja- og Heljardalsheiði

Gönguhópurinn Aðskildir fætur fór í sína árlegu haustferð 16-19 ágúst 2001. Um 50 manns voru í hópnum sem fór í rútu frá Reykjavík og vaar gist tvær nætur í Skíðaskálanum á Dalvík og eina nótt á Hólum í Hjaltadal. Á föstudeginum var gengin Reykjaheiði sem er gömul gönguleið milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Gangan hófst í uþb. 180m hæð við Reyki og gegnið yfir skarð (880m) sunnan við Einstakafjall. Nokkrir kappar gengu á toppin sem mældist hann til að vera best 1022m á hæð. Leiðin sem gengin var sést á kortinu (rauð). Gengið var niður Upsadalinn norðan megin en betra er að fara sunnan megin í dalnum þar sem er vegarslóði. Öll gangan var mæld til að vera uþb. 17km. og tók hún 7 klst.

Á laugardeginum var gengin Heljardalsheiði sem er gömul gönguleið milli Svarfaðadals og Hóla í Hjaltadal. Gangan hófst í uþb. 220m hæð við bæinn Kot og gegnið yfir heiðina á götuslóða.  Hæst var farið í 880m. Kofi er á háheiðinni sem vélsleðamenn eiga og er þar gestabók. Leiðin sem gengin var sést á kortinu (rauð). Vaða þarf ána Kolku í Kolbeinsdal. Í þetta skiptið var hún í þrem kvíslum sem allar voru frekar grunnar. Sullið í ánni hressti sára fætur. Öll gangan var mæld til að vera uþb. 20km. og tók hún 9 klst.

Frábært veður var báða dagana hlýtt, lygnt og ekki spanderað of miklu sólarljósi á okkur á göngunni.

Mjög góð ferð í góðum hópi.

[Tómstund.net] [Fjölskyldan] [Ferðalög] [Vefsíður] [GPS dótakassinn]