BuiltWithNOF
Ísafjörður í maí 2003

Við Ása skruppum vestur á Ísafjörð á nýja bílnum (Volvo S-40) þann 8 maí og komum heim þann 11. Vorum sem sagt yfir kosningahelgina og fylgdumst með herlegheitunum. Ég skrapp á Svartfuglsveiðar með Dúdda á föstudeginum. Rjómablíða var þá eins og alltaf fyrir vestan og sigldum við út fyrir Rit. Þar hittum við fyrst almennilega á fuglinn og höfðum góða veiði í logni og sól.

Á meðan voru Þórdís og Ása að spóka sig í bænum og tóku niður hvaða baráttuaðferðir flokkarnir notuðu til að heilla kjósendur. Addi Kitta Guj var að gefa fólki þorsk í soðið og talaði mikið um kvótamálið. Siggi Sveins var að gefa liðinu grillaðar pylsur, ,,Þessi atkvæði skila sér seint” sagði hann því honum fannst að þeir sem þáðu pylsurnar væru helst til ungir til að geta gefið atkvæði í þessum kosningum. Hvað Sjallarnir og Sammararnir voru að gera fór fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Enda algjört aukaatriði.

Laugardagurinn 10. maí er merkisdagur því þá á Dúddi afmæli. ,,Kosningar eru bara svona bónus á daginn” sagði hann. Ég vissi nú ekki að hann væri svona pólitískur en hvað um það. Svona framan af deginum var notað til þess að taka bátinn á land og gera að aflanum. Um kvöldið var heljar afmælisPartí með stóru Péi. Þar mætti fullt af fólki sem fylgdist mismikið með kosningasjónvarpinu en því meira spjallað.

 

.   

[Tómstund.net] [Fjölskyldan] [Ferðalög] [Vefsíður] [GPS dótakassinn]