BuiltWithNOF
Haustferð ,,Aðskildra fóta

Núna var farið í Landmannalaugar og mættu þar 38 manns í rútu á fimmtudagskvöldinu 21 ágúst. Planið er að fara á föstudagsmorgun með rútunni í Hrafntinnusker og skoða íshellinn, ganga yfir ,,skerið” og sem leið liggur til baka í Landmannalaugar.

Lagt var af stað á föstudagsmorgninum kl. 9.30 og reiknað með að vera komið að íshellinum kl. 11.30. Rútan festi sig á leiðinni og gengum við síðustu 2-2,5km að íshellunum. Það var svo sem allt í lagi þar sem veðrið var mjög gott. Gekk á með sól, frekar stillt og hlýtt. Eins og vanalega þá teigðist á hópnum en allt gekk vel og allir komu heilir í Laugarnar um kl. 18. Farið var í pottinn auðvitað og borðaður ágætis pottréttur og ýmislegt drukkið með.

Hvað var gert á laugardeginum veit ég ekki þar sem við Ása þurftum að fara í bæinn þá. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni

[Tómstund.net] [Fjölskyldan] [Ferðalög] [Vefsíður] [GPS dótakassinn]