BuiltWithNOF
Stóra Arnavatn 03-2002

Á föstudaginn langa var ákveðið að skoða hvort ekki væri hægt að veiða sílung gegnum ís á Stóra Arnarvatni. Renndum við á tveim bílum (Patrol og LC80) sem leið lá uppá Holtavörðuheiði og beygðum útaf við Stórholt og fórum yfir Krókhæð. Síðan lá leiðin meðfram girðingu og er betra að vera sunnan megin við hana því nokkuð stórt gil verður á vegi manns ef farið er of lagt norðan hennar. Annars studdumst við, við gamla rútu úr Grænubókinni sem heitir “Holtavörðuheiði-Hveravellir”. Ef þú vilt fá GPS ferilinn hafðu þá bara samband með tölvupósti. Færið inneftir var ágætt og vorum við einn og hálfan tíma að renna þessa 42km að Stóra Arnarvatni. Veðrið var mjög gott ca 0°, logn framan af og sást lítið af krapa þó ringt hafi ótæpilega daganna áður. Nýi ísborinn var tekin fram og sem betur fer hafði eigandinn (Snorri) verið svo forsjáll að kaupa framlenginu á hann því ísinn var ca 120cm þykkur. Boruð voru göt út um allan ís og var veiðin 17 bleikjur og einn urriði. Engir aðrir en við vorum við veiði þennan dag en það sást að mikil traffik hafði verið daginn áður og höfðu menn þá lent í krapapyttum á ísnum en sem betur fer ekki farið í gegn. Sem sagt ágætis ferð og vorum við komin í bæinn um miðnætti. Ferðalangarnir voru

Undirritaður, Jón G, Inga Lóa, Snorri, Halla, Jón Solvi og Arna Rós.

 

[Tómstund.net] [Fjölskyldan] [Ferðalög] [Vefsíður] [GPS dótakassinn]